HBO Max er streymisveita frá HBO sem býður upp á frábært úrval kvikmynda, þáttaraða og heimildarmynda, með möguleika um íþróttir til viðbótar með HBO Sport viðbótinni. HBO Standard aðgangur er innifalinn í áskrift að Sjónvarpi Símans Premium, en hluti efnisins frá HBO Max er einnig aðgengilegur beint í Sjónvarp Símans Premium viðmótinu.
Ertu ekki með Premium?
Þú getur keypt áskrift að Sjónvarpi Símans Premium á vefnum okkar.
Virkja HBO Max með Premium
Ef þú ert nú þegar áskrifandi af Sjónvarpi Símans Premium getur þú virkjað HBO Max aðganginn á nokkrum mínútum!
Ef þú átt nú þegar HBO Max aðgang
- Smelltu hér og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum til að fara á vef HBO Max.
- Sláðu inn sama netfang og HBO Max aðgangurinn þinn er tengdur við.
- Ef þú varst með auka þjónustur eins og HBO Premium eða HBO Sport þarftu að panta þær aftur í gegnum Símann.
- Sláðu inn pörunarkóðann sem þú færð sendan með tölvupósti og staðfestu að þú viljir tengja aðgangana saman.
- Þá er aðgangurinn paraður við Sjónvarp Símans Premium og afslátturinn orðinn virkur!
Erlendar HBO Max áskriftir
Þú getur ekki tengt HBO Max áskrift frá öðrum heimshluta við Sjónvarp Símans Premium. Hafðu samband við þjónustuver HBO til að færa aðganginn þinn á réttan heimshluta eða stofnaðu nýjan HBO Max aðgang á öðru netfangi til að tengja hann við Sjónvarp Símans Premium.
Ef þú hefur ekki verið með HBO Max aðgang áður
- Smelltu hér og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum til að fara á vef HBO Max.
- Sláðu inn netfangið sem þú vilt nota fyrir HBO Max aðganginn þinn.
- Fylltu út umbeðnar upplýsingar til að stofna aðganginn þinn.
- Þá er aðgangurinn þinn tilbúinn og þú getur smellt á Start Streaming til að byrja að horfa!
Kaupa staka HBO Max áskrift eða breyta áskrift
Þú getur keypt staka áskrift að HBO Max, eða breytt áskriftinni hvenær sem er á sjálfsafgreiðsluvefnum okkar. Breytingar taka gildi samstundis, en uppsagnir taka gildi á síðasta degi mánaðarins.
Hver er munurinn á HBO Standard og HBO Premium?
Með HBO Standard (sem er innifalin með Sjónvarpi Símans Premium) færðu aðgang að öllu efni í HBO Max í Full HD myndgæðum, tvo samtímastrauma og getur hlaðið niður allt að 30* titlum til að njóta án nettengingar.
Með HBO Premium færðu aðgang að öllu efni í HBO Max í 4K UHD myndgæðum, Dolby Atmos (þar sem það er í boði), 4 samtímastrauma og getur hlaðið niður allt að 100* titlum til að njóta án nettengingar.
*Ákveðnir titlar geta haft sérstakar reglur eða takmarkanir varðandi niðurhal.
HBO Sport
Með HBO Sport viðbótinni færðu aðgang að úrvals íþróttaefni í beinni útsendingu. Innifalið eru meðal annars rásirnar Eurosport 1 & 2 sem og ýmsir viðburðir í beinu streymi frá hjólreiðum, tennis, golfi og fleira. Þú getur bætt HBO Sport við áskriftina þína á sjálfsafgreiðsluvefnum.
Hvernig horfi ég á HBO Sport?
Skráðu þig inn í HBO Max og veldu Sports efst á skjánum til að fá yfirlit yfir leiki og viðburði í beinni, væntanlega leiki og nýlegar samantektir. Þar getur þú valið þann viðburð sem þú vilt horfa á og smellt á Watch Live til að horfa í beinni eða Watch from Start til að horfa frá upphafi.
HBO Sport í stöku?
Stakar áskriftir að HBO Sport eru ekki í boði, hún er aðeins viðbót við HBO Standard eða HBO Premium áskriftir.
Hvar horfi ég á HBO Max?
Fjölmargir titlar úr safni HBO Max eru einnig aðgengilegir í viðmóti Sjónvarpi Símans Premium, en restina finnur þú í HBO Max appinu eða í vefsjónvarpi HBO Max. Appið er fáanlegt fyrir fjölda snjalltækja, en þú getur fundið tæmandi lista fyrir studd tæki á aðstoðarsíðum HBO Max.
Samsung sjónvörp
HBO Max appið er ekki aðgengilegt í Samsung sjónvörpum eins og er, en stuðningur er í vinnslu! Þú getur skráð þig á tilkynningarlistann okkar ef þú vilt fá póst þegar appið er tilbúið.
Algengar spurningar
Á aðstoðarsíðum HBO Max er hægt að finna leiðbeiningar, svör við algengum spurningum og aðstoð við helstu vandamálum tengd notkun þjónustunnar.
Ég man ekki HBO Max netfangið mitt eða lykilorð?
Leiðbeiningar um hvernig má endurheimta netfang eða lykilorð eru á aðstoðarsíðum HBO Max.
Get ég verið með margar HBO Max áskriftir?
Nei því miður er einungis hægt að vera með eina HBO Max áskrift á hverri einstaklings kennitölu.
Hvernig hleð ég niður efni til að horfa án nettengingar?
Skráðu þig inn í HBO Max appið, finndu efnið sem þú vilt hlaða niður og ýttu á niðurhalsmerkið
Ef merkið birtist ekki er ekki hægt að hlaða efninu niður, en þú getur fengið nánari aðstoð á aðstoðarsíðum HBO Max.
Ertu í vandræðum með afspilanir í HBO Max?
Ef þú lendir í vandræðum með afspilun í HBO Max appinu, geturðu fundið lausnir og aðstoð á aðstoðarsíðum HBO Max.