Einfalt huliðsvafur á farsímum
Firefox Focus er sérlegur persónuverndarvafri þinn með sjálfvirkri rakningarvörn. Með Focus hlaðast síðurnar þínar hraðar og gögnin þín haldast hjá þér.
Firefox Focus er tiltækur fyrir bæði iOS og Android tæki.
Fáðu þér Firefox Focus
Skannaðu QR-kóðann til að komast í gang
Eyddu vafurferlinum þínum
Eyddu vafurferli þínum á einfaldan máta, ásamt lykilorðum og vefkökum, svo óæskilegar auglýsingar fylgi þér ekki á netinu. Ýttu bara á eyðingarhnappinn í leitarsvæðinu og hann er horfinn.
Taktu einkahaminn upp á næsta stig
„Einkavafur“ eða „Huliðshamur“ er í flestum vöfrum í raun ekki svo mikið einkamál. Firefox Focus býður upp á næsta stig persónuverndar og er vafrinn studdur af Mozilla, sjálfseignarstofnuninni sem berst fyrir réttindum þínum á netinu.
Vörn gegn eftirliti
Firefox Focus lokar sjálfgefið á mikið úrval algengra rekjara, þar á meðal samfélagsmiðlarekjara og einnig þessa límkenndu sem koma frá hlutum eins og Facebook-auglýsingum.
Sjáðu þetta allt hraðar
Focus fjarlægir rekjara svo síðurnar sem þú ert að skoða krefjast minni gagna og hlaðast því inn miklu hraðar. Festu líka allt að fjóra flýtivísa á upphafsskjáinn þinn og farðu enn hraðar á uppáhaldssíðurnar þínar án þess að skrifa neitt inn.
Gert af Mozilla
Við teljum að allir eigi að geta haft stjórn á lífi sínu á netinu. Þetta er það sem við höfum barist fyrir síðan 1998.